Franska körfuboltasambandið tilkynnti í gær tólf manna hópinn sem fer á EM karla í Katowice í Póllandi.
Frakkland er í D-riðli með Íslandi, Slóveníu, Póllandi, Belgíu og Ísrael.
Franska liðið er mjög sterkt en í hópinn vantar nokkra lykilleikmenn eins og NBA-stjörnuna Victor Wembanyama, Rudy Gobert, Mathias Lessort og Vincent Poirier en þeir hafa allir dregið sig úr landsliðshópnum á síðustu dögum eða mánuðum.
Tólf manna hópur Frakklands á mótinu:
Isaia Cordinier, Bilal Coulibaly, Sylvain Francisco, Jaylen Hoard, Mouhammadou Jaiteh, Timothe Luwawu-Cabarrot, Theo Maledon, Elie Okobo, Zaccharie Risacher, Alexandre Sarr, Matthew Strazel og Guerschon Yabusele.
Ísland mætir Frakklandi 4. september í síðasta leik liðanna í riðlinum.