mán. 18. ágú. 2025 11:30
Girnilegur og barnvænn fiskréttur sem allir geta gert með mexíkósku ívafi.
Árni býður upp á einfaldasta fiskréttinn sem allir geta gert

Mögulega er þetta einfaldasti fiskréttur sem þið getið eldað fyrir alla fjölskylduna og krakkarnir eiga eftir að elska þennan. Ekki skemmir fyrir hversu vel hann smakkast og þetta mexíkóska þema er ávallt vinsælt hjá yngri kynslóðinni.

Heiðurinn af þessum rétti á Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari og meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.

Mexíkóskur fiskréttur

Aðferð:

  1. Skerið ýsuna í bita og raðið í eldfast mót.
  2. Kryddið með salti og svörtum pipar.
  3. Saxið grænmetið og setjið yfir fiskinn.
  4. Hrærið saman sýrða rjómanum og smurostinum og hellið yfir fiskinn.
  5. Myljið yfir nachosflögur.
  6. Bakið við 180°C í 25 – 40 mínútur (fer eftir því hvort formið er stórt eða lítið).
  7. Berið fram til dæmis með fersku salati að eigin vali og njótið.

 

til baka