Íþrótta- og athafnakonan Annie Mist Þórisdóttir og sambýlismaður hennar, Frederik Ægidius, eiga von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári.
Fyrir eiga þau dóttur sem er fædd 2020 og son sem kom í heiminn í lok apríl 2024.
Annie Mist greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni í gærkvöld.
„Þessir dagar fela í sér minni svefn, minni frítíma og minna næði EN Meiri ÁST, HLÁTUR og LÍF - 12. febrúar 2026,” skrifaði hún við fallega fjölskyldumynd.
https://www.mbl.is/smartland/fjolskyldan/2024/05/02/annie_mist_ordin_tveggja_barna_modir/
Heillaóskum hefur rignt yfir Annie Mist eftir að hún greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum. Á meðal þeirra sem hafa sent henni kveðju eru íþróttakonurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sóla Sigurðardóttir og Katrín Edda Þorsteinsdóttir samfélagsmiðlastjarna.
Smartland óskar fjölskyldunni einnig hjartanlega til hamingju!
https://www.mbl.is/smartland/fjolskyldan/2024/11/10/fann_ekki_fyrir_modurlegu_edlishvotinni/