mán. 18. ágú. 2025 18:30
E.l.f. viðurkenna að auglýsingin hafi misst marks.
Snyrtivörufyrirtæki biðst afsökunar eftir hneyksli

Eva Ruza flytur pistla um stjörnurnar á hverjum degi á sinn einstaka hátt á K100.

Snyrtivörumerkið e.l.f. Cosmetics hefur beðist afsökunar á nýrri auglýsingaherferð sinni eftir harða gagnrýni á samfélagsmiðlum.

View this post on Instagram

A post shared by e.l.f. Cosmetics and Skincare (@elfcosmetics)

 


Uppistandarinn og grínistinn Matt Rife lék eitt aðalhlutverkið í auglýsingaherferðinni, ásamt dragdrottningunni Heidi N Closet.

Matt fékk á sig mikla gagnrýni árið 2023 fyrir brandara í Netflix-uppistandsþætti, sem féll í grýttan jarðveg en hann hljómaði einhvern veginn svona: „If she could cook, she wouldn't have that black eye“. 

View this post on Instagram

A post shared by e.l.f. Cosmetics and Skincare (@elfcosmetics)

 

 Margir viðskiptavinir fyrirtækisins sögðu valið á honum ganga gegn ímynd e.l.f., sem hefur lengi lagt áherslu á jafnrétti og virðingu.

Fyrirtækið gaf út yfirlýsingu þar sem fram kom að það hefði „misst marks“ og lofaði að læra af reynslunni.

 


Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu má enn finna auglýsinguna á samfélagsmiðlum þeirra. Matt hefur ekki sagt neitt um málið, fyrir utan að skrifa í kommentakerfið á instagram hjá e.l.f að hann hefði skemmt sér vel, sem var eflaust skrifað áður en stormurinn hófst. 

til baka