mán. 18. ágú. 2025 06:55
Voldimír Selenskí og Donald Trump hittast á fundi í Washington í dag.
„Getur bundið enda á stríðið fljótlega ef hann vill“

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti er kominn til Washington þar sem hann mun hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, síðar í dag.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/08/18/putin_hlynntur_verndartryggingu_fyrir_ukrainu/

Selenskí kemur ekki einn til fundar við Trump því fjöldi evrópska leiðtoga er mættur til Washington. Þar má nefna Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB og Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/08/17/segist_munu_krefja_trump_svara/

Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, segir Trump að Selenskí sé fær um að binda enda á innrásarstríð Rússa mjög fljótlega, kjósi hann það. Trump segir að Úkraínumenn geti hvorki átt von á að endurheimta landsvæði á Krímskaga né fá aðild að NATO.

 

 

Selenski segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að friðurinn verði að vera varanlegur.

„Rússar verða að binda enda á þetta stríð sem þeir hófu. Ég vona að sameiginlegur styrkur okkar með Bandaríkjunum, með evrópskum vinum okkar verði til þess að knýja Rússa til raunverulegs friðar,“ segir í færslu Úkraínuforsetans.

 

 

 

til baka