Lárus Sigurðsson, þjálfari ÍA, var svekktur með tap gegn Víkingi úr Reykjavík í 19. umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
„Maður er frekar vonsvikinn að fá ekkert úr þessum leik. Framlagið hjá leikmönnunum, vinnslan og hvernig þeir fóru eftir því hvað þeir áttu að gera var allt til fyrirmyndar og ég gat ekki beðið um meira.”
Lárus var síðan spurður hvernig hugarfar hans og leikmanna væri að svo stöddu:
„Við upplifum ekki panic eða neitt því tengt vegna þess að frammistöður okkar eru góðar. Ef við gætum ekkert og við værum að skíttapa leikjum þá hefði ég áhyggjur, en ég sé hvernig leikmenn vinna á æfingasvæðinu og ég sér hvernig það skilar sér í leikina þannig við erum allir rólegir,“ sagði Lárus í samtali við mbl.is.