sun. 17. ágú. 2025 11:40
Volodimír Selenskí, Ursula von der Leyen og Donald Trump.
Leiðtogar Evrópu sitja fund Selenskís og Trumps

Evrópskir þjóðarleiðtogar munu sitja fund Selenskís Úkraínuforseta og Trumps Bandaríkjaforseta í Washington á morgun að ósk Selenskís. 

Ursula von der Leyen greindi frá því á samfélagsmiðlinum X að Selenskí kæmi til Brussel í dag. Þau munu funda með öðrum evrópskum leiðtogum í gegnum fjarfundarbúnað.

Meðal þeirra leiðtoga sem munu sitja fundinn með Selenskí eru von der Leyen, Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Alexander Stubb, forseti Finnlands og Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort fulltrúi frá Íslandi muni sitja fundinn.

Útilokaði vopnahlé

Fundur Selenskís og Trumps er haldinn í kjölfar fundar Bandaríkjaforseta með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Engar skýrar framfarir virtust hafa náðst á fundinum þar sem Trump virtist styðja tillögu Pútíns um landtöku Rússlands á tveimur úkraínskum héruðum og útilokaði vopnahlé.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/08/16/sagdur_stydja_tillogu_putins_um_landtoku/

Trump tjáði Selenskí og evrópsku leiðtogunum á leið sinni til baka frá Alaska, þar sem fundurinn fór fram, að „allir hefðu verið sammála um að besta leiðin til að binda endi á þetta hryllilega stríð milli Rússlands og Úkraínu væri að gera friðarsamkomulag sem muni binda enda á stríðið”. Þá sagði hann á samfélagsmiðli sínum Truth Social að vopnahlé standist oft ekki. Vopnahlé hafði verið lykilmarkmið fundarins fyrir Trump.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/08/15/tala_um_mikinn_arangur_a_fundinum/

Selenskí ekki sannfærður

Selenskí virðist ekki sannfærður um stefnubreytinguna og sagði hana flækja aðstæður. Ef Moskvu skorti viljann til að fylgja fyrirmælum um að stöðva árásirnar krefðist það mikillar fyrirhafnar að fá Rússa til að lifa friðsamlega með Úkraínumönnum til frambúðar.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/08/15/putin_drepur_um_leid_og_hann_fundar/

Selenskí fór síðast á fund Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í febrúar. Þar niðurlægðu Trump og J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Úkraínuforseta, sökuðu hann um vanvirðingu í garð Bandaríkjanna og sögðu hann vanþakklátan.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/02/28/eins_og_trump_hafi_einsett_ser_ad_nidurlaegja_selen/#:~:text=%C3%9Eorger%C3%B0ur%20Katr%C3%ADn%20Gunnarsd%C3%B3ttir%20utanr%C3%ADkisr%C3%A1%C3%B0herra%20segir%20%C3%BEa%C3%B0%20hafa%20veri%C3%B0,Volodim%C3%ADr%20Selensk%C3%AD%20%C3%9Akra%C3%ADnuforseta%20%C3%A1%20fundi%20%C3%BEeirra%20%C3%AD%20dag.

til baka