lau. 16. ágú. 2025 19:34
Samantha Smith skýtur að marki FH í kvöld.
Ég elska Breiðablik svo mikið

Samantha Smith skoraði sigurmark Breiðabliks í bikarúrslitum gegn Þrótti í kvöld en lokatölur í framlengdum leik urðu 3:2. Smith jafnaði fyrir Blika í 1:1, áður en hún skoraði svo sigurmarkið í framlengingunni.

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2025/08/16/breidablik_bikarmeistari_eftir_framlengingu/

„Ég er ofboðslega glöð. Við töpuðum hérna í fyrra og ég er svo stolt af öllum að ná sigrinum núna,“ sagði hún í samtali við mbl.is.

Blikar lentu tvisvar undir í kvöld en unnu samt. „Við höfðum mikla trú á þessu verkefni þrátt fyrir mörkin þeirra. Við vissum að færin kæmu og við vorum ekki að fara að tapa.“

Sóknarkonan skoraði sigurmarkið með hnitmiðuðu skoti utarlega í teignum.

„Ég var akkúrat að vinna í þessu með Nik á æfingu um daginn og það var gaman að sjá það takast í leik. Stundum geri ég mér erfitt fyrir í svona færum en Nik sagði með að senda boltann í markið og það þarf ekki alltaf að vera fast.“

Smith kom til Breiðabliks á miðju síðasta tímabili og hefur nú orðið Íslands- og bikarmeistari í Kópavoginum.

„Ég elska Breiðablik svo mikið. Ég elska liðsfélaga mína og við erum eins og fjölskylda. Við leggjum virkilega mikið á okkur og ég er ekki hissa að það gengur vel. Það er samt nóg eftir af tímabilinu og við erum ekki búnar,“ sagði hún.

Á meðan á viðtalinu stóð sungu stuðningsmenn Breiðabliks hátt og mikið. „Þetta er æðislegt. Ég elska að spila í svona stemningu,“ sagði hún.

til baka