Um 1.700 nýir leigusamningar tóku gildi í júlí, samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem stofnunin vann úr upplýsingum úr leiguskrá um miðjan ágústmánuð.
Fram kemur að gildum samningum í leiguskrá hafi fjölgað um 337, þar sem 1.683 tóku gildi á móti 1.346 sem féllu úr gildi. Meðallengd tímabundinna samninga það sem af ári er 12,7 mánuðir og eru þeir að jafnaði 9% dýrari á fermetra á höfuðborgarsvæðinu en ótímabundnir samningar.
Í gögnum HMS kemur jafnframt fram að um 53% gildra samninga séu ótímabundin en 47% tímabundin. Tímabundnir samningar eru algengastir hjá einstaklingum, en ótímabundnir hjá sveitarfélögum, sem sjá um húsnæði fyrir tekjulægri fjölskyldur og viðkvæma hópa. mj@mbl.is