mán. 18. ágú. 2025 06:30
Ásthildur Huber ástríðukokkur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún og maðurinn hennar, Peter Verbilt, sjá um reksturinn á Hótel Varmalandi í Borgarfirði í dag.
Ástin blómstrar hjá Ásthildi í Varmalandi

Ásthildur Huber ástríðukokkur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún býður upp á sínar eigin uppskriftir í bland við aðrar en hún leggur mikið upp úr því að elda frá grunni og vera með hreint og næringarríkt hráefni.

Ásthildur lærði ljósmóðurfræði og næringaráðgjöf í Þýskalandi og starfaði þar í mörg ár áður en hún opnaði lítið heilsukaffihús, Ást, í Albir á Spáni. Kaffihúsið er nú tímabundið lokað eftir að hún ákvað að koma heim til Íslands ásamt manninum sínum, Peter Verbilt, eftir yfir 30 ára fjarveru frá landi og þjóð. Ástæða heimkomunnar er að Ásthildur hefur tekið við sem hótelstjóri á Hótel Varmalandi, sem er fallegt fjögurra stjörnu hótel í hjarta Borgarfjarðar á Vesturlandi.

Ástríða fyrir heilbrigðu mataræði

„Alveg frá því að ég var ung hef ég ávallt haft mikla ástríðu fyrir heilbrigðu mataræði. Eftir að ég varð ljósmóðir kviknaði alveg sérstakur áhugi á heilbrigðu mataræði fyrir konur og börn. Þegar maður er kominn yfir miðjan aldur, eins og ég, þarf maður sérstaklega að huga að næringarþéttni máltíðar. Á þessum aldri þurfum við meiri næringu frá minna magni af mat.

Í stað þess að fylgja einhverri sérstakri matarstefnu eins og t.d. vegan, ketó eða fitulaus legg ég mun frekar áherslu á að borða það sem gerir góðgerlunum gott. Eða eins og ég sagði alltaf strákunum mínum þegar þeir voru litlir: „Ertu að gefa góðu gaurunum (góðgerlunum) að borða?“ Þegar þeir voru að borða ávexti eða grænmeti eða hvort þeir væru að gefa vondu gaurunum kraft þegar þeir voru að borða nammi eða einhverja óhollustu.

Máttur matar er svo miklu sterkari heldur en við gerum okkur grein fyrir og hvernig hann hefur áhrif á þarmaheilsu okkar er gífurlega mikilvægt. Þarmaheilsa er ekki bara mikilvæg fyrir líkamlega heilsu, heldur er líka að koma betur og betur í ljós hversu mikilvæg hún er fyrir andlega heilsu. Sérstaklega þar sem meirihluti serótóníns, sem er líka kallaður hamingjuhormónið, er framleiddur af góðgerlunum í þörmunum,“ segir Ásthildur einlæg.

„Þess vegna forgangsraða ég því að velja mat sem nærir góðgerlana, og ég reyni að borða að minnsta kosti 30 mismunandi plöntuafurðir vikulega. Sem hljómar kannski flókið en er það alls ekki þegar maður venur sig á það. Bara svo þið vitið er kaffi og te telst með inn í þessum þrjátíu, eins líka kakó þegar hreint ósætt kakó er notað. Fjölbreytni er nauðsynleg fyrir heilsu þarmanna og er lykilþáttur í bæði líkamlegri og andlegri heilsu,“ bætir Ásthildur við.

 

Alsæl í sveitasælunni á Íslandi

Ásthildur segir að þau hjónin séu alsæl með að vera flutt til Íslands í sveitasæluna og ástin blómstri og þau njóti sín í botn.

„Eftir að hafa búið í yfir 30 ár erlendis þá er ég svo þakklát fyrir þetta tækifæri sem við Peter fengum til þess að koma heim og taka við rekstri Hótel Varmalands. Ég sé um daglega hótelreksturinn og Peter hefur tekið að sér að sjá um veitingastaðinn Calor sem er einn besti veitingastaðurinn á Vesturlandi og hefur m.a. eins og hótelið fengið 4 stjörnu vottun frá Vakanum.

Eftir að við komum til landsins erum við búin að vera mestmegnis á hótelinu enda nóg að gera yfir háannatímann sem erbúinnn að vera mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Við elskum að taka á móti gestum og láta þeim líða vel og njóta hjá okkur og mér finnst að sjálfsögðu sérstaklega gaman að taka á móti vinkonuhópum, saumaklúbbum og fleirumsemm vilja koma og forvitnast meira um matarræði og heilsuu. Hér er íka frábær aðstaða til að vera með skemmtilegar og fróðlegar vinnustofur um mat, elda saman og njóta sveitasælunnar,“ segir Ásthildur dreymin á svip.

 

„Við Peter, notum síðan hvert tækifæri sem okkur gefst til að kanna nágrennið og fegurðina á Vesturlandinu sem að mörgu leyti er enn svo ósnert miðað við þessa hefðbundnu túristastaði. Við elskum að fara í göngur. Svo varð Peter heillaður af sundlaugarmenningunni á Íslandi og hann er farinn að heilsa og spjalla við fólkið í pottunum í Borgarneslauginni eins og heimamaður,“ segir Ásthildur og hlær dátt.

Hér má sjá drauma-vikumatseðilinn hennar Ásthildar.

Mánudagur - Rauðrófubústskál

„Þessi sló í gegn á Ást café á Spáni. Ég get borðað bústskálar í allar máltíðir og sérstaklega þegar ég er í hitanum á Spán,i þar sem að við eigum líka heimil,i þá er geggjað að fá sér góða bústskál í kvöldmat.“

 

Rauðrófubústskál

Aðferð:

  1. Auðveldast er að kaupa niðursoðnar rauðrófur í grænmetisdeildinni og mikilvægt að þær komi kaldar úr ísskápnum.
  2. Setjið rauðrófurnar, appelsínuna, sítrónuna og bláberin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt.
  3. Hellið síðan í skál og gefið listamanninum sem býr inni í ykkur tækifæri til að skapa fallega skál og skreytið með berjum, hnetum, fræum, ávöxtum bæði ferskum og þurrkuðum og bara með þessari skál getið þið borðað 15 mismunandi plöntuafurðir sem styrkja þarmaflóruna og þar með bæta heilsuna. 
  4. *Rauðrófur geta hjálpað til við að auka blóðflæði og lækka blóðþrýsting. Þær eru líka ríkar trefjum, C-vítamínum, B-vítamínum (sérstaklega B9, fólati) og steinefnum eins og járni. Svo eru þær líka svo fallegar á litinn og það er svo gaman að bera fram fallega skál.

Þriðjudagur – Þorskur með pistasíusalsa og sætlartöflumús

„Íslenskur fiskur er einn aðal prótíngjafinn minn og þessi uppskrift frá Dröfn í Eldhússögum er í algjöru uppáhaldi, ég elska líka að fylgjast með henni á Instagram og öllu sem hún er að gera.“

 

Sæt kartöflumús

Aðferð:

  1. Skrælið kartöflur og sætar kartöflur og skerið í svipað stóra bita.
  2. Setjið þær svo í pott og látið vatnið fljóta rétt yfir.
  3. Skerið chili í tvennt langsum, hreinsið fræin úr og bætið út í pottinn.
  4. Til að fá bragðsterkari kartöflumús er hægt að saxa chili smátt.
  5. Bætið límónusafa út í pottinn.
  6. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 15-20 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
  7. Hellið vatninu af og fjarlægið chili (ef það er í heilu).
  8. Stappið kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbætið með salti, pipar og jafnvel meiri límónusafa.
  9. Til að skerpa á hitanum á sætkartöflumúsinni, setjið hana í pott og hitið upp við meðalhita, hrærið í á meðan.

Þorskur með pistasíusalsa

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 220°C.
  2. Skerið þorskflökin í bita og raðið þeim í smurt eldfast form.
  3. Kryddið með salti og pipar.
  4. Blandið saman í skál, pistóluhnetum, sítrónusafa, sítrónuhýði, steinselju, chili og ólífuolíu.
  5. Dreifið blöndunni yfir fiskinn.
  6. Bakið í miðjum ofni við 220°Cíí um það bil 12-15 mínútur eða þar til fiskurinn er fulleldaður.
  7. Gætið þess að ofelda hann ekki.

Sojasmjörsósa

  1. 3 msk. smjör
  2. 1 skarlottulaukur (hægt að nota 1/2 rauðlauk), saxaður fínt
  3. 1 hvítlauksrif, saxað fínt
  4. 1 tsk. rautt chili, saxað fínt
  5. 2-3 ms.k sojasósa
  6. 1 ms.k steinselja, söxuð smátt

Aðferð:

  1. Bræðið smjör í potti og látið krauma við fremur vægan hita í um það bil 15 mínútur þannig að smjörið verður brúnt.
  2. Veiðið froðuna af smjörinu.
  3. Blandið lauk, hvítlauk, sojasósu, chili og steinselju saman í skál og blandið út í smjörið rétt áður en sósan er borin fram.

Miðvikudagur - Gúrkusalat

„Hér við hliðina á Hótel Varmalandi er Laugaland þar sem eru ræktaðar æðislegar íslenskar gúrkur, gúrkur eru oft vanmetnar sem bara eitthvað aukagrænmeti en þær eru mjög hollar og kosturinn við að fá þær beint af býli er extra bónus, það jafnast ekkert á við gott gúrkusalat.“

https://www.mbl.is/matur/frettir/2024/10/07/gurkuaedid_heldur_afram_og_hildur_toppar_sig/ 

Fimmtudagur – Eggjabaka með aspas og tómötum

„Þessi baka er auðveld að gera og hjartasalatið með fetaostinum er ómissandi meðlæti. Fetaostur er líka ostur sem er góður fyrir góðgerlana og hollur á margan hátt.“

https://www.mbl.is/matur/frettir/2019/08/05/omotstaedileg_baka_med_aspas_og_tomotum/ 

Föstudagur – „Cevichi“

„Cevichi, á föstudögum finnst okkur gaman að hafa smá helgarfrís-stemningu, þegar við eigum helgarfrí sem verður að vísu ekki aftur fyrr en eftir hánnatíma sumarsins, og þá búum við okkur til jarðarberjamargarítu og cevichi með ferskum fisk eða rækjum. Peter sér alltaf um að búa til „cevichi“ og þetta er uppskriftin hans.“ 

Cevichi“

Aðferð:

  1. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og blandið í skál með salti, pipar og límónusafa.
  2. Bætið við fiskinum, hvítlauknum og fersku paprikunum og blandið varlega.
  3. Bætið við tómötum, mangói, agúrku, kóríander og ólífuolíu og hrærið vel saman.
  4. Marínerið og setjið inn í ísskáp í að minnsta kosti 30 mínútur áður en þið berið réttinn fram (45-60 mínútur er best).
  5. Því lengur sem þið marínerið réttinn, því fastari og „eldaðri“ verður fiskurinn.
  6. Bætið svo smá kókósmjólk og kókóssykri við ef þið viljið.
  7. Bætið við meira salti eða pipar ef þið viljið.
  8. Ef þið eruð að bæta við avókadó, blandið því þá varlega saman rétt áður en þið berið réttinn fram – þið gætuð þurft að bæta við smá meira salti.
  9. Mjög gott að bera fram með nachos-snakki.

Laugardagur – Gulrótar- og engifersúpa

„Önnur Instagramgyðjan sem ég elska að fylgja er Jana. Allar uppskriftirnar hennar eru frábærar og hún er einstakur fagurkeri. Þessi súpa frá henni er bara ein af mörgum seð ég elska að búa til. Súpur finnst okkur svo góðar og þegar maður býr þær til sjálfur getur maður gert þær sérstakleganæringarríkarr og það er bara eitthvað svo kósí við aðsitjaa við matarborðið og sötra góða súpu.“

 

Gulrótar- og engifersúpa

Aðferð:

  1. Setjið olíu í meðalstóran pott og hitið.
  2. Bætið svo öllu í pottinn og fáið suðuna upp.
  3. Lækkið svo aðeins hitann og leyfið að malla í um 25-30 mínútur, hrærið í af og til.
  4. Slökkvið undir súpunni og lofið að kólna áður en þið færið hana yfir í góðan blandara. Blandið súpuna vel, það má líka nota töfrasprota við að mauka súpuna.
  5. Ef súpan er of þykk skaltu bæta við hana smá meira vatni.
  6. Hitið súpuna og hellið á diska - skemmtilegt að toppa hana svo með: ferskum kryddjurtum, goiji berjum og svörtum pipar

Sunnudagur – Linsubauna-lasanja

„Þegar ég hef tíma á sunnudögum finnst mér gaman að búa til lasanja. Ég nota linsubaunir og valhnetur í stað hins hefðbundna nautahakks og þetta er uppskrift sem að börnin okka,r sem öll elska kjö,t segja alltaf að þarna sakni þau þess ekki að ég sé ekki að nota kjöt. Ef það er afgangur af þessum rétti, sem gerist sjaldan, þá er þetta jafnvel enn betra daginn eftir.“

 

Linsubauna-lasanja

Aðferð:

  1. Skerið lauk og hvítlauk og steikið í potti með ólífuolíu.
  2. Skerið sellerísstangir og gulrætur mjög smátt og bætið í pottinn.
  3. Skerið sveppina, skerið valhneturnar mjög smátt, skerið tómatana í bita og bætið við.
  4. Steikið allt grænmetið og blandið vel saman.
  5. Hellið grænmetissoðinu yfir.
  6. Hellið vatninu af linsunum, skolið og bætið við í pottinn, sjóðið 30-40 mí.n
  7. Bætið við tómatmauki, óreganó, basílíku,saltit, pipar, kókóssykri og chiliflögu.m
  8. Kryddið og bragðbætið að vild.
  9. Þessi uppskrift býður upp á sveigjanleika, til dæmis ef þið eigið meira af sveppum og minna af gulrótum þá getið þið breytt eins og þið viljið.
  10. Eð ykkur finnst sósan vera of þykk þá getið þið einfaldlegabættt við meiri soði.
  11. Smyrjið ólífuolíu í eldfast mót
  12. Setjið botnfylli af sósunni í mótið og raðið svo lasanjaplötunum á, kotasælan kemur ístaðinnð fyrir óholla hvíta sósu en má líka sleppa.
  13. Endurtakið
  14. Eftir síðasta lagið stráið þið parmesanostit yfir,leggiðð ferska tómata á og stráið ferskri basilíku yfir.
  15. Bakið neðarlega í ofni, eins lengi og leiðbeiningarnar á lasagn-plötunumm segja til.
  16. Það er hægt að nota ýmislegt annað í staðhefðbundinsu lasanja, til að mynda mjög þunnar sneiðar af kúrbít, eggaldin eða sætar kartöflur í sneiðum.

 

 

til baka