Margt var um manninn í Bíó Paradís á miðvikudagskvöldið þegar kvikmyndin Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar var frumsýnd.
Kvikmyndaunnendur og annað framafólk í samfélaginu flykktist á frumsýninguna, en á meðal gesta voru forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, Ragnar Kjartansson listamaður, Auður Jónsdóttir rithöfundur og Snæfríður Ingvarsdóttir leikkona.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/05/25/islenskur_hundur_stelur_senunni_i_cannes/
Kvikmyndin sem fangar ár í lífi fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga fyrstu skrefin í átt að skilnaði var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes um miðjan maí og hlaut frábærar viðtökur áhorfenda, sem risu úr sætum til að klappa fyrir aðstandendum að sýningu lokinni.
Með aðalhlutverk fara Saga Garðarsdóttir, Sverrir Guðnason og Grímur, Þorgils og Ída Mekkín Hlynsbörn.
https://www.mbl.is/smartland/tiska/2025/05/20/saga_gardars_klaeddist_adeins_blundu_i_cannes/