fim. 14. ágú. 2025 13:44
Oliver Heiðarsson er mögulega að fara til Króatíu eftir tímabilið.
Oliver til Króatíu?

Knattspyrnumaðurinn Oliver Heiðarsson, sem spilar með nýliðum ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, er að fara til Króatíu eftir tímabilið.

Samkvæmt heimildum 433.is  er hann að fara til NK Lokomotiva Zagreb sem spilar í efstu deild í Króatíu.

Hann hefur verið í lykilhlutverki hjá ÍBV síðustu þrjú tímabil og hjálpaði þeim að komast upp í Bestu deild á síðasta tímabili. 

Hann hefur verið að glíma við meiðsli í ár en skorað tvö mörk í ellefu leikjum.

til baka