Stjarnan kynnti þriðja erlenda leikmanninn til leiks í dag en knattspyrnumaðurinn Damil Dankerlui er genginn til liðs við félagið.
https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2025/08/13/stjarnan_faer_tvo_landslidsmenn/
Damil er 28 ára bakvörður sem á yfir 150 leiki í hollensku úrvalsdeildinni Hollands. Þar hefur hann spilað með Ajax, Willem II og Groningen en auk þess hefur hann spilað í Grikklandi með Panserraikos og síðast Almere City í næstefstu deild í Hollandi.
„Hann er hraður, sterkur í varnarleik og með mikla reynslu gegn sterkustu sóknarmönnum Hollands. Damil er einnig landsliðsmaður fyrir Surinam og hefur tekið þátt í undankeppni HM og Gold Cup.
Við bjóðum Damil velkominn og hlökkum til þess að sjá hann í bláu treyjunni,“ stóð í tilkynningu Stjörnunnar.