Hin fertuga Kaupmannahafnarskvísa Jeanette Madsen er einn stofnandi danska tískumerkisins Rotate Birger Christensen, þriggja barna móðir og þekkt fyrir óbrigðulan stíl, og eins og fyrr segir, topp sem gæti verið sá flottasti í Skandinavíu.
Það má segja að hún hafi fullkomnað hinn afslappaða, óformlega og svala topp sem allir eru að leita eftir þessa dagana.
Breska Vouge ræddi á dögunum við tískudrottninguna til að komast að leyndarmálinu á bak við þennan umrædda topp.
Hve oft skal þvo hárið?
Það ríkir mikil umræða um hve oft sé æskilegt að þvo á sér hárið, en fyrir Madsen er það daglegur hlutur.
Hún er með náttúrulega liði í hárinu og því þarf hún að þvo það á hverjum degi til að halda því eins og hún vill hafa það. Madsen bætti svo við að hún noti sjampó og hárnæringu frá merkinu Less Is More.
Hringbursti þegar hún blæs
Þegar hún hefur þvegið hárið safnar hún toppinum yfir ennið og notar hringbursta til að blása hann. Hún vill ekki að hann lyftist of mikið, svo hún dregur hann aðeins niður til að hann liggi flatari fyrir. Svo snýr hún hann aðeins út til að fá 70‘s-áhrifin.
Fáar hárvörur
Í takt við afslappaða-útlitið notar hún mjög fáar hárvörur en hún notar nýju hárolíuna frá Dyson, Omega Hydrating Hair Oil, sem hún segir vera mjög létta og geri hárið glansandi mjúkt.
Hvað skaltu biðja um þegar þú ferð í klippingu?
Madsen segir hárgreiðslumanninum sínum að tryggja að toppurinn sé aðeins lengri á hliðunum vegna þess að það gefi náttúrlegan svip sem blandist vel við það sem eftir er af hárinu, hvort sem það sé slegið eða haft uppi.