mið. 20. ágú. 2025 08:00
Í Tomar í Portúgal er margt að sjá.
Vanmetnasti staður Evrópu 2025

Ferðavefurinn Condé Nast Traveller tók nýlega saman lista yfir bestu staðina í Evrópu til að heimsækja í sumar. Borgin Tomar í Portúgal var þar í efsta sæti.

Tomar í Portúgal var valinn vanmetnasti áfangastaður Evrópu árið 2025 en fáir ferðamenn hafa heyrt af þessum stað.

Borgin er staðsett í um 90 mínútna fjarlægð frá Lissabon og í um tveggja klukkustunda fjarlægð frá Porto.

Gröf riddarans Dom Gualdim Pais frá 12. öld er að finna í kirkjunni Santa de Maria do Olival sem er staðsett í borginni. Hann fann borgina árið 1118.

Í borginni er Festa dos Tabuleiros haldin fjórða hvert ár, en það er hefð þar sem stúlkur bera „tabuleiros“ eða stafla af brauði, skreytta blómum og toppaðar með kórónu á höfði sér.

Ferðavefurinn gaf Tomar tíu í einkunn vegna vaxandi vinsælda borgarinnar.

til baka