Bíll stóð í ljósum logum fyrir utan íbúðarhúsnæði á Akranesi um klukkan 18 í kvöld. Búið er að slökkva eldinn.
Björn Bergmann Þórhallsson, varaslökkviliðsstjóri á Akranesi, segir í samtali við mbl.is að aðgerðir hafi gengið vel.
„Þetta var lítill Toyota Yaris sem brann til kaldra kola. Það gekk allt mjög vel og eldurinn náði ekki að breiða úr sér,“ segir Björn.
Ekki er vitað um eldsupptökin.
mbl.is barst myndskeið frá fleiri sjónarvottum sem hægt er að horfa á í spilaranum að ofan.