mán. 7. júlí 2025 08:30
Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku.
Fjárfestar ekki selt eignir í stórum stíl

Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku segir að skuldastaða Bandaríkjanna sé þegar komin að efri mörkum þess sem fjárfestar geta sætt sig við.

„Viðbrögð stjórnvalda ættu að snúa að því að draga úr hallanum en enginn pólitískur vilji er fyrir því,“ segir hann og bætir við að stefna stjórnvalda sé „ekki sjálfbær til lengri tíma“.

Hann bendir þó á að fjárfestar séu ekki enn byrjaðir að selja bandarískar eignir í stórum stíl.

„Síðustu fimmtán ár hafa fjárfestar getað leyft sér að vera á sjálfstýringu og einfaldlega sturtað fjármunum inn á bandaríska markaðinn án mikillar umhugsunar, enda hafa bæði bandarísk skuldabréf og hlutabréf skilað ávöxtun langt umfram flesta aðra markaði. Við erum ekki að sjá neina brunasölu á bandarískum eignum, en við erum klárlega að sjá vitundarvakningu um mikilvægi áhættudreifingar, og þess vegna eru fjárfestar nú að hliðra eignasöfnum sínum inn á aðra markaði, meðal annars til Evrópu.“

Lesa má umfjöllunina í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

til baka