sun. 6. júlí 2025 17:46
Menn sem eru friðhelgir vegna aldurs

Snorri S. Konráðsson bifvélavirkjameistari gagnrýnir það sjónarmið að ekki eigi að hrófla við málum þar sem gamalt fólk eigi í hlut.

Snorri ræðir Óshlíðarmálið svokallaða í Dagmálum ásamt Þórólfi Hilberti Jóhannessyni en Kristinn Haukur, hálfbróðir Þórólfs, fannst látinn í Óshlíð milli Bolungarvíkur og Hnífsdals og á að hafa verið farþegi í aftursæti bíls sem á að hafa farið út af og oltið niður hlíðina.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/06/hvenaer_upplifdi_hann_ad_brodir_minn_hefdi_ordid_ma/

 

Margt undarlegt við málið

Ökumann og farþega í framsæti sakaði ekki þó engin bílbelti hafi verið í bílnum. Mörgum hefur lengi þótt margt undarlegt við Óshlíðarmálið og var Snorri fenginn til að yfirfara gögn málsins  en hann starfaði um ára­bil við grein­ing­ar á um­ferðarslys­um fyr­ir lög­reglu.

Spyrja þeir sig hvort lögregla hafi rannsakað málið til hlítar.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/thad_eru_hjolfor_nidur_hlidina/

Gott að vita hvort ég er ekki kominn í þann hóp

Eitt sjónarmiðið sem heyrist gjarnan í umræðunni er það að ekki eigi að vera að hrófla við málum þar sem gamalt fólk eigi í hlut.

„Ég veit ekki hvar á að finna það í löggjöf að eftir að menn nái ákveðnum aldri þá séu þeir friðhelgir en nú er ég orðinn svo fullorðinn að það væri gott fyrir mig að vita hvort ég er ekki kominn í þann hóp,“ segir Snorri

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/storfurduleg_framkoma_og_vinnubrogd_logreglu/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/05/ekkert_folk_fram_i_thegar_billinn_for_nidur_hlidina/

Sérfræðikunnátta ekki nýtt

Málið var tekið upp fyr­ir til­stuðlan fjöl­skyldu Krist­ins en því lokað á ný árið 2023. Snorri vill meina að lögregla, sem rannsakað hefur málið, búi ekki endilega yfir þeirri sérfræðikunnáttu sem til þurfi til að leiða málið til lykta, hún sé til innan tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekki verið nýtt.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/03/heldur_thvi_fram_ad_hann_hafi_ordid_undir_bilnum/

Brot úr þætt­in­um má sjá í ­spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Áskrif­end­ur geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/thjodmalin/259602/

til baka