Kjartan Kári Halldórsson, kantmađurinn knái úr FH, var besti leikmađur júnímánađar í Bestu deild karla samkvćmt einkunnagjöf Morgunblađsins.
Hann náđi ţar međ ţeim einstaka árangri ađ vera besti leikmađur mánađar tvisvar í röđ hjá blađinu en Kjartan var einnig efstur í einkunnagjöfinni, M-gjöfinni, í maímánuđi.
Kjartan fékk samtals fimm M í fjórum leikjum FH-inga í júní, einu meira en Ágúst Orri Ţorsteinsson kantmađur Breiđabliks, Aron Sigurđarson kantmađur KR, Vicente Valor miđjumađur ÍBV og Viktor Freyr Sigurđsson markvörđur Fram.
FH-ingar skoruđu fjögur mörk í júní og Kjartan skorađi tvö ţeirra og lagđi eitt upp.
Kjartan og Hrannar efstir
Kjartan er jafnframt efstur í einkunnagjöfinni í heild sinni á tímabilinu en hann hefur samtals fengiđ 13 M í ár, einu meira en Hrannar Snćr Magnússon úr Aftureldingu sem er annar.
Í laugardagsblađi Morgunblađsins má sjá úrvalsliđ júnímánađar í Bestu deild karla, efstu menn í M-gjöfinni, hve mörg M hvert liđ fékk í júní, og í blađinu er rćtt viđ Kjartan Henry Finnbogason ađstođarţjálfara FH um frammistöđu Kjartans Kára undanfarnar vikur og mánuđi.