sun. 6. júlí 2025 13:35
Ferðamaður fannst látinn

Ferðamaður, sem fannst eftir skamma leit í krefjandi landslagi í Öræfum á föstudagskvöld, reyndist vera látinn. Hann var 19 ára gamall.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Ein­ar Sig­ur­jóns­son­, varðstjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi, sagði í samtali við mbl.is í gær, að tilkynnt hefði verið um ferðamann sem hafði ekki skilað sér heim úr göngu­ferð um tíuleytið í gær­kvöldi.

„Þá hafði fólk áhyggj­ur af hon­um, að eitt­hvað hefði komið fyr­ir,“ er haft eftir Einari úr frétt mbl.is síðan í gær. Ein­stak­ling­ur­inn hefði svo fund­ist í Öræf­um upp úr miðnætti og verið flutt­ur af vett­vangi.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/05/ferdamadurinn_er_fundinn/

Hafði farið í göngu við Svínafell

Aðstoðarbeiðni barst lögreglu um kl. 22 á föstudagskvöld frá erlendum ferðamönnum sem dvöldu í Öræfum.

Þeir óskuðu eftir aðstoð við leit að 19 ára samferðamanni sem hafði farið í göngu við Svínafell og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka miðað við áætlun.

Björgunarsveit í Öræfum var þegar í stað kölluð út til leitar sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Þyrluáhöfn landhelgisgæslu og björgunarsveitarfólk fluttu hinn látna af vettvangi.

Í tilkynningu segir að lögreglan á Suðurlandi hafi atvikið til rannsóknar en að ekkert hafi komið fram sem bendi til annars en að maðurinn hafi látist af slysförum.

til baka