sun. 6. júlí 2025 17:45
Sveindís Jane Jónsdóttir hitar upp fyrir leikinn gegn Finnlandi í Thun.
Sviss – Ísland kl. 19, bein lýsing

Ísland mætir Sviss í 2. umferð A-riðils Evrópumóts kvenna í fótbolta á Stadion Wankdorf í Bern í Sviss klukkan 19 að íslenskum tíma.

Bæði lið eru með bakið upp við vegg eftir töp í 1. umferð riðlakeppninnar þar sem Ísland tapaði fyrir Finnlandi í Thun, 1:0, á meðan Sviss tapaði fyrir Noregi í Basel, 2:1.

Mbl.is er í Bern og færir ykkur allt það helsta úr leiknum í beinni textalýsingu.

til baka