Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur hafnað fyrsta tilboði Tottenham í sóknarmanninn Mohammed Kudus.
Tottenham bauð 50 milljónir punda í Kudus en samkvæmt Sky Sports vill West Ham töluvert meira fyrir leikmanninn.
Kudus er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að fara á 85 milljónir punda.
Kudus gekk í raðir West Ham árið 2023 frá Ajax fyrir 38 milljónir punda. Hann hefur skorað 19 mörk og gefið 13 stoðsendingar í 80 leikjum fyrir Lundúnaliðið.