sun. 6. júlí 2025 11:15
Diogo Jota.
Minnast Jota fyrir leik Íslands

Mínútuþögn verður fyrir leik Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í kvöld, til að minnast Diogo Jota og bróður hans André Silva.

Bræðurnir létust í bílslysi við bæinn Cernadilla í Zamora-héraði aðfaranótt fimmtudags.

Mínútuþögn hefur verið fyrir alla leiki á EM til að minnast bræðranna en Jota var aðeins 28 ára og Silva var 25 ára.

Leikur Íslands og Sviss fer af stað klukkan 19.00 og er í beinni textalýsingu á mbl.is.

til baka