Uppselt er á leik Íslands gegn heimakonum í Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í dag.
Leikurinn fer fram í Bern, höfuðborg Sviss, á Wankdorf-vellinum. Það verða 29.800 manns á vellinum, þar af er reiknað með 2000 íslenskum stuðningsmönnum.
Á vellinum verða 13 sjónvarpsstöðvar með framleiðslu og lýsendur á leiknum. Auk þess verða 44 ljósmyndarar og 70 blaðamenn, þar á meðal blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is.
Leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.