lau. 5. júlí 2025 20:43
Elon Musk hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk.
Elon Musk stofnar Ameríkuflokkinn

Auðjöf­ur­inn Elon Musk segist hafa stofnað sinn eigin stjórnmálaflokk. Flokkurinn ber nafnið „Ameríkuflokkurinn“. 

Í færslu á samfélagsmiðlinum X sagði Musk:

„Þegar kemur að því að gera Bandaríkin gjaldþrota með sóun og spillingu, búum við í eins flokka kerfi, ekki lýðræði. Í dag er Ameríkuflokkurinn stofnaður til að gefa Bandaríkjamönnum frelsið sitt aftur.“

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/07/01/stofnar_nyjan_flokk_ef_frumvarp_verdur_samthykkt/

Gegn Repúblikanaflokknum

Musk hefur á síðustu vikum látið vita af áformum sínum og gagnrýnt þingmenn verulega fyrir að auka skuldsetningu Bandaríkjanna.

Hótaði hann því að ef efnahagsfrumvarp Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, „Stóra fallega frumvarpið“, yrði að veruleika þá myndi hann stofna flokkinn.

Bandaríkjaþing samþykkti frumvarpið og Trump undirritaði það í gær.

Musk var á síðasta ári einn stærsti styrkt­araðili repúblikana en und­an­farið hafa Musk og Trump gagn­rýnt hvor ann­an harka­lega á eig­in sam­fé­lags­miðlum.

 



til baka