Þýskaland hyggst hefja að vísa sýrlenskum ríkisborgurum sem eru á sakaskrá úr landi. Austurríki gerði slíkt hið sama nýverið.
Austurríki var fyrst ríkja innan Evrópusambandsins til að vísa flóttamanni, sem ekki hefur dvalarleyfi, aftur til Sýrlands í mörg ár. Ástæðan fyrir því að ríki hafa haldið aftur af því að senda menn aftur Sýrlands hefur verið borgarastríð í landinu sem geisaði síðustu ár. Nú eru þó komin ný stjórnvöld.
Innanríkisráðuneyti Þýskalands greindi frá fyrirætlunum fyrr í dag. Ráðuneytið hefur gefið fyrirmæli til flóttamannastofnunarinnar um að grípa til hertra aðgerða gegn sýrlenskum afbrotamönnum.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/oljost_hvernig_skuli_afgreida_umsoknir_syrlendinga/
Í samskiptum við sýrlensk yfirvöld
Sérstök áhersla verður lögð á að vísa úr landi einstaklingum sem teljast hættulegir og þá tekur ráðuneytið fram að alvarleg brot geti leitt til sviptingar hælisréttar og brottvísunar.
Innanríkisráðuneyti Þýskalands hefur verið í samskiptum við sýrlensk yfirvöld varðandi fyrirhugaðar brottvísanir.
Í Þýskalandi eru búsettir um milljón Sýrlendingar og flestir þeirra komu á flótta frá Sýrlandi á árunum 2015 og 2016.