Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot og þjófnað í verslun í miðbæ Reykjavíkur í dag. Lögregla hefur ekki náð gerandanum.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Alls eru 61 mál skráð frá fimm í morgun til 17 í dag.
Skemmdarverk á leiguíbúð
Þá var lögreglu jafnframt tilkynnt um skemmdarverk á íbúð í Reykjavík.
Íbúðin er í útleigu á Airbnb, en eigandinn kom að henni í verulega slæmu ástandi eftir útleigu.