Hvalfjarðargöng voru lokuð í stutta stund á meðan verið var að draga bíl úr göngunum.
Göngunum var lokað upp úr klukkan 16. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vegagerðarinnar voru göngin opnuð á ný 16.44.
Búist er við margmenni á Írskum dögum sem fara fram nú á Akranesi en lokun ganganna tafði eflaust einhverja hátíðargesti.