lau. 5. júlí 2025 18:19
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Langt á milli í sumum málum en þó bjartsýn

Viðræður þingflokksformanna um samkomulag um þinglok ganga ágætlega og þingflokksformenn skiptast þar á tillögum og sjónarmiðum. Enn er þó langt á milli í sumum málum.

Þetta segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is.

Hún segist ekki geta tjáð sig um kröfur þingflokksformannanna en segir að það séu nokkur mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi áhyggjur af.

„Sér í lagi mál varðandi hvernig var að þeim staðið í þinglegri meðferð og að það liggi ekki fyrir nægilegar upplýsingar um áhrif þeirra og svo framvegis sem við höfum lagt áherslu á að séu illa tæk til afgreiðslu í þingsal,“ segir Hildur.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/05/vilja_fresta_veidigjaldafrumvarpinu_fram_a_haust/

Bjartsýn á að lending náist

Hún segist bjartsýn á að lending náist í málinu en segir erfitt að segja til um hvenær það verður.

„Það er enn langt á milli í einstaka atriðum en allir hafa vilja til þess að klára þetta og við vitum öll að það er krafa á okkur í því að finna málamiðlun. Það hefur alltaf verið niðurstaðan í þinglokasamningum undanfarna áratugi og það ætti ekki að vera breyting á þetta árið, þrátt fyrir það að ríkisstjórnin hafi verið metnaðarfull og hafi komið með mörg stór mál seint inn í þingið sem hafi búið til vandamál,“ segir hún.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/05/sjo_frumvorp_urdu_ad_logum/

til baka