lau. 5. júlí 2025 16:01
Konan fannst skammt frá Hrafntinnuskeri á öðrum tímanum í nótt.
Göngukona í sjálfheldu við Hrafntinnusker

Björgunarsveitir voru kallaðar út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna göngukonu sem var í sjálfheldu skammt frá Hrafntinnuskeri.

Björgunaraðilar komust að konunni um klukkan tvö í nótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysa­varn­ar­fé­lag­inu Landsbjörgu. 

Var orðin köld

Konan hafði haldið kyrru fyrir en var orðin köld þegar björgunarmenn komu á vettvang.

Hún hlaut aðhlynningu og var flutt í nærliggjandi skála, að því er seg­ir í til­kynn­ingunni.

Björgunarfélag Árborgar og Flugbjörgunarsveitin Hella tóku þátt í aðgerðinni. Sveitirnar notuðust við fjallabjörgunarbúnað til að ná til konunnar.

 

til baka