lau. 5. júlí 2025 15:00
Ekki hefur enn verið samið um þinglok.
Sjö frumvörp urðu að lögum

Fundahöldum þingflokksformanna verður framhaldið í dag en ekki hefur enn verið samið um þinglok.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, sagði í samtali við mbl.is í gær að hún vonaðist til að þinglokasamningar myndu nást á næstu dögum.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/bjartsyn_a_ad_thetta_se_allt_smella_saman/

Veiðigjöld ekki á dagskrá

Undanfarna daga hefur allt verið í hnút á Alþingi en svo virðist sem ríkisstjórn og stjórnarandstaða hafi, eftir fund þingflokksformanna á fimmtudagskvöld, fundið einhvern sameiginlegan flöt.

Umdeilt frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld er ekki á dagskrá þingsins í dag en Stjórnarliðar hafa sagst ekki vilja slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið. Á móti hefur stjórnarandstaðan barist á móti með málþófi.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/spennufall_a_althingi_og_thinglok_naer/

Fjármálastefna samþykkt

Þingfundur hófst klukkan 10 í morgun þar sem sjö frumvörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi.

Þá var fjármálastefna til næstu fimm ára samþykkt sem ályktun Alþingis til ríkisstjórnar.

Þingfundi var frestað um hádegisbil en framhaldið klukkan hálfþrjú.

til baka