Bílveltan sem varð á Krýsuvíkurvegi seint í gærkvöld var nokkuð alvarleg samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en betur fór þó en á horfðist.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/bilvelta_a_krysuvikurvegi/
Tveir voru fluttir af vettvangi með sjúkrabíl, líkt og greint var frá í gærkvöld.
Sjónarvottur segir að sportbíll hafi flogið út af og farið margar veltur. Lögregla getur ekki staðfest þær upplýsingar en staðfestir að aðeins ein bifreið hafi átt í hlut.