lau. 5. júlí 2025 13:00
Mikill fjöldi fólks er á Akureyri um helgina.
Lögregla segir hegðun gesta til fyrirmyndar

Tvö fótboltamót fara fram á Akureyri um helgina, N1-mót KA og Pollamót Þórs, og er því mikill fjöldi fólks í bænum. Að sögn lögreglu hefur hegðun gesta bæjarins verið til fyrirmyndar það sem af er helginni.

Það eina sem hafi verið til vandræða séu bílalagningar hjá fólki í kringum KA-svæðið. Það sé leyst með áminningu eða sekt eða með öðrum aðgerðum á vegum bæjaryfirvalda.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/03/mikid_fjor_a_n1_motinu_a_akureyri/

Ekki hægt að glannast

Varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir í samtali við mbl.is að mikil umferð hafi verið bæði innan og utan bæjarins. Eftirlit hafi einnig verið mikið og umferðin það þétt að ekki hafi verið mikið um hraðakstur.

„Ég held það hafi ekki verið neitt svigrúm fyrir fólk að vera að glannast eitthvað.“

 

til baka