lau. 5. júlí 2025 10:34
Engin alvarleg meðsl urðu í slysinu og hafa allir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.
Allir útskrifaðir af sjúkrahúsi eftir bílslysið

Einstaklingarnir sex sem lentu í bílslysi á þjóðvegi 1 í Hörgár­dal í gær­kvöldi hafa allir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og hlutu engin alvarleg meiðsli.

Þetta segir varðstjóri lögreglunnar á Akureyri í samtali við mbl.is.

Greint var frá því í morgun að þrjú öku­tæki hefðu skollið sam­an á tí­unda tím­an­um í gær­kvöld og að sex einstaklingar hefðu verið flutt­ir til aðhlynn­ing­ar með sjúkra­bíl­um á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri.

Veg­ur­inn hefði verið lokaður um tíma á meðan lög­regla sinnti vett­vangr­ann­sókn en lok­un­inni verið aflétt eft­ir miðnætti.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/05/sex_fluttir_a_sjukrahusid_a_akureyri/

til baka