lau. 5. júlí 2025 11:30
Rheinmetall hyggst fjölga starfsfólki um allt að 9.000 á næstu árum.
Rheinmetall í sókn

Þýski framleiðandinn Rheinmetall, þekktur fyrir skriðdreka og stórskotaliðsvopn, er nú kominn í framleiðslu íhluta fyrir F-35-orrustuþotuna fyrir Bandaríkjamarkað.

Fyrirtækið opnaði nýlega hátækniverksmiðju í vesturhluta Þýskalands þar sem framleiddir eru íhlutir fyrir F-35-vélarnar í samstarfi við bandarísku fyrirtækin Lockheed Martin og Northrop Grumman.

Rheinmetall hefur hagnast verulega á auknum varnarmálakostnaði Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og markaðsvirði fyrirtækisins aukist mikið á síðustu tveimur árum. Með nýjum samningum, meðal annars við bandaríska fyrirtækið Anduril um framleiðslu dróna, stefnir Rheinmetall nú að frekari sókn á bandaríska varnarmálamarkaðnum.

Rheinmetall hyggst fjölga starfsfólki um allt að 9.000 á næstu árum. mj@mbl.is

til baka