lau. 5. júlí 2025 09:57
Ferðamaðurinn sem leitað var að í Öræfum í nótt er fundinn.
Ferðamaðurinn er fundinn

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send út um miðnætti í gær til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi við leit að ferðamanni í Öræfum.

Auðunn F. Krist­ins­son, fram­kvæmda­stjóri aðgerðarsviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar, segir í samtali við mbl.is að ferðamaðurinn sé fundinn.

Ferðamaðurinn skilaði sér ekki úr gönguferð

Að sögn Einars Sigurjónssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi, var tilkynnt um ferðamann sem hafði ekki skilað sér heim úr gönguferð um tíu leytið í gærkvöldi, „þá hafði fólk áhyggjur af honum, að eitthvað hefði komið fyrir.“

Í kjölfarið hefði verið sett í gang leit og meðal annars kölluð til þyrla Landhelgisgæslunnar.

Einstaklingurinn hefði svo fundist í Öræfum upp úr miðnætti og verið fluttur af vettvangi.

Ekki sé unnt að veita upplýsingar um líðan hans að svo stöddu.

til baka