lau. 5. júlí 2025 07:15
Alm­ar Guðmunds­son bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, Ásdís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, Valdi­mar Víðis­son bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar og Þór Sig­ur­geirs­son bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­nes­bæj­ar.
Kaldar kveðjur til íbúa í Kraganum

Nýtt frumvarp um breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga felur í sér kaldar kveðjur til íbúa í Suðvesturkjördæmi, að mati fjögurra bæjarstjóra í kjördæminu.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/tugir_thusunda_gaetu_att_von_a_skattahaekkun/

Samanlögð áhrif neikvæð um 1,5 milljarða

Þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, Valdimar Víðisson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segja í aðsendri grein í blaðinu að þegar áhrif frumvarpsins á einstök sveitarfélög séu skoðuð komi í ljós að samanlögð áhrif breytinganna í frumvarpinu séu neikvæð um 1,5 milljarða króna fyrir sveitarfélögin í Kraganum.

Kemur fram í grein þeirra að frumvarpið refsi þeim sveitarfélögum sem ekki hafi útsvar sitt í hámarki, þar sem greiðslur til þeirra séu skertar. Þá sé einnig um að ræða skerðingu á almennu jöfnunarkerfi sjóðsins. Skora sveitarstjórarnir á þingmenn kjördæmisins að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.

Nán­ar má lesa um málið á bls. 21 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

til baka