24 eru látnir, þar á meðal börn, eftir flóð í Kerr sýslu í Texas í Bandaríkjunum um 150 km frá borginni San Antonio. Á þriðja tug er enn saknað, meðal annars barna sem dvöldu í sumarbúðum þegar flóðið skall á.
Flóðið hefur valdið skaða í bæjunum Kerrville, Ingram og Hunt.
Um 700 börn voru í sumarbúðunum og hafa flest þeirra fundist heil á húfi.
Björgunaraðgerðir og rýmingar hafa staðið yfir frá því snemma í morgun og vara yfirvöld við því að fleiri flóð gætu skollið á.
Um 500 manns taka þátt í leitinni og notast er við 14 þyrlur.
Greg Abbott landstjóri sagði að Texas væri að veita „allar nauðsynlegar bjargir til Kerrville, Ingram, Hunt og alls Texas Hill Country-svæðisins sem glímir við þessi hræðilegu flóð“.
Yfirvöld á svæðinu hafa hvatt íbúa sem búa nálægt lækjum og ám að færa sig á hærra land.