fös. 4. júlí 2025 22:03
Lögreglan á vettvangi slyssins.
Bílslys í Öxnadal

Bílslys varð í Öxnadal, skammt fyrir utan Akureyri, á tíunda tímanum í kvöld. 

Ekki er vitað um hve marga bíla er að ræða eða um alvarleika slyssins. 

Heimildir mbl.is herma að um harkalega aftanákeyrslu sé að ræða og að lögregla hafi þegar lokað fyrir umferð á svæðinu. 

Lögreglan á Akureyri gat ekki tjáð sig um slysið að svo stöddu en segir að vegfarendur megi búast við umferðartöfum. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

til baka