Hamas tilkynnti í dag að samtökin væru reiðubúin að hefja viðræður fljótlega varðandi vopnahlé á Gasa. Almannavarnir í Palestínu tilkynntu í dag að um 50 hefðu látist í árásum Íraelsmanna síðasta sólarhring.
Tilkynning Hamas kom í kjölfar samráðs við aðrar palestínskar fylkingar og væntanlegrar ferðar Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels til Bandaríkjanna. Netanjahú mun heimsækja Hvíta Húsið á mánudaginn þar sem Donald Trump hyggst ætla að ýta undir lok stríðsins.
Í tilkynningu frá Hamas segir að hreyfingin sé reiðubúin að taka þátt tafarlaust og af alvöru í samningalotu um vopnahlé sem stutt er af Bandaríkjunum.
Íslamska hreyfingin djihda, sem er bandamaður Hamas, sagðist styðja vopnahlésviðræður en krafðist þess að Ísrael myndi bera ábyrgð og myndi ekki hefja árásir sínar á ný þegar gíslum sem haldið er á Gasa verður sleppt.
Átökin á Gasa hófust með árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Ísrael svaraði fyrir árásina með það að markmiði að útrýma Hamas og koma öllum ísrelskum gíslum heim. Þúsundir hafa látist í stríðinu síðan það hófst.
Vopnahlé endast stutt
Tvö fyrri vopnahlé sem Katar, Egyptaland og Bandaríkin sömdu um hafa leitt til tímabundinna stöðvana á átökunum, ásamt því að ísraelskum gíslum var sleppt í skiptum fyrir palestínska gísla.
Vopnahléin hafa þó staðið stutt yfir og hafa Ísraelsmenn í tvígang hafið árásir sínar á ný.
Netanjahú lofaði í morgun að koma öllum gíslum sem haldið er á Gasa heim.