fös. 4. júlí 2025 16:36
Guðmundur Ingi hefur kynnt nýja aðgerðaáætlun.
Svona vill Guðmundur Ingi bregðast við PISA

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur gefið út 2. aðgerðaáætlun stjórnvalda í menntamálum.

Með aðgerðunum er m.a. verið að bregðast við niðurstöðum PISA, skýrslum OECD, Norrænu QUINT-rannsókninni, íslensku æskulýðsrannsókninni og öðrum nýlegri rannsóknum.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/03/oskyr_menntastefna_islands/

Nýjar aðgerðir fyrir 2025 til 2027

Áætlunina átti að kynna fyrir ári síðan og átti hún að gilda fyrir árin 2024-2027. Í tilkynningunni segir að nýju aðgerðirnar verði fyrir árin 2025-2027.

Menntastefnan byggir á fimm stoðum og eru aðgerðirnar flokkaðar eftir þeim. Þær eru eftirfarandi:

Jöfn tækifæri fyrir alla:

Kennsla í fremstu röð

Hæfni fyrir framtíðina

Vellíðan í öndvegi

Gæði í forgrunni

Hér má lesa nánar um aðgerðaáætlunina.

til baka