fös. 4. júlí 2025 15:44
Þórunn Sveinbjarnardóttir ræddi við mbl.is um stöðuna.
Bjartsýn á að „þetta sé allt smella saman“

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis vonar að þinglokasamningar náist á næstu dögum. Þingflokksformenn funda saman í kvöld.

Þetta segir Þórunn í samtali við mbl.is.

„Í lok dags verður fundur þingflokksformanna um framhaldið. En það hefur allt gengið samkvæmt áætlun í dag,“ segir Þórunn.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/spennufall_a_althingi_og_thinglok_naer/?origin=helstu

Allt verið í hnút síðustu daga

Allt hefur verið í hnút undanfarna daga á Alþingi en eftir fund þingflokksformanna í gærkvöldi virðist sem ríkisstjórn og stjórnarandstaða hafi náð einhverjum sameiginlegum fleti. 

Veiðigjaldafrumvarpið er ekki á dagskrá í dag og ekki liggur fyrir hvort það mál verði á dagskrá á morgun. Um þessar mundir er fjármálaáætlun til umræðu á þinginu annars er frekar rólegt á vinnustaðnum.

Spurð hvort hún sé bjartsýnni í dag en í gær, á að það takist að semja um þinglok á næstu dögum, segir Þórunn:

„Ég er nú að upplagi bjartsýn kona en jú, ég er bara nokkuð bjartsýn um að þetta sé allt smella saman hjá okkur.“

Starfa í nokkra daga eftir að samningar nást

Þegar loks tekst að semja um þinglok, hvort sem það verður um helgina, eftir helgina eða seinna þá má gera ráð fyrir nokkrum dögum í viðbót af þingstörfum til þess að klára hin ýmsu mál sem samið verður um, segir Þórunn. Þingið er því ekki að fara í sumarfrí alveg strax.

Gerirðu ráð fyrir því að samningar náist í kvöld eða um helgina?

„Þetta er ferli og það gengur samkvæmt áætlun og ef það gerir það áfram á morgun og eftir helgi þá klárum við þetta,“ segir hún að lokum.

þar til á fund­in­um í gær­kvöldi hafði ekk­ert þokast frá því upp úr slitnaði um liðna helgi og sam­skipt­in yfir gang­inn milli stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu helguðust af stæl­um og störu­keppni.

til baka