fös. 4. júlí 2025 16:14
Selenskí og Trump ræddust við í síma í dag.
Ná samkomulagi um að efla loftvarnir Úkraínu

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í dag að hann hefði náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um að efla loftvarnir Úkraínu, en stjórnvöld í Kænugarði hafa haft vaxandi áhyggjur af því að Bandaríkjamenn kunni að draga úr hernaðaraðstoð sinni.

„Við ræddum möguleika í loftvörnum og urðum sammála um að vinna saman að því að styrkja varnir Úkraínu,“ sagði Selenskí í færslu á samfélagsmiðlum eftir símtal við Trump fyrr í dag.

Greint var frá því fyrr í vikunni að mikilvæg vopnasending til Úkraínu sem stjórn Joe Biden, hafði lofað Kænugarði, hefði verið stöðvuð. Kölluðu þá úkraínsk stjórnvöld eftir fundi til að sannfæra stjórn Trump um að skera ekki niður stuðning við Úkraínu.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/07/04/trump_vonsvikinn_og_telur_ekki_ad_putin_muni_stodva/

 

Telur Pútín ekki vilja stöðva stríðið

Trump ræddi við blaðamenn í morgun eftir að hafa átt símtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og sagði að hann teldi kollega sinn ekki vilja binda endi á innrásarstríðið í Úkraínu. Símtalið hefði ekki þokað málum neitt í þá áttina.

Rúss­ar hafa neitað að samþykkja vopna­hlé sem Banda­ríkja­menn hafa lagt til en stjórn­völd í Úkraínu og vest­ræn­ir banda­menn þeirra hafa sakað Pútín um að draga ferlið á lang­inn á meðan þeir hafa áfram sókn sinni í Úkraínu.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/07/02/kremlverjar_fagna_akvordun_bandarikjanna/

 

til baka