fös. 4. júlí 2025 22:08
Kardashian hefur síđustu daga hefur veriđ í Feneyjum í brúđkaupi Jeff Bezos og Lauru Sanches.
Kim Kardashian fékk dómsskjöl send til sín til Feneyja

Mađur hefur kćrt Kim Kardashian fyrir ađ birta mynd af sér á samfélagsmiđlum. Kardashian sem síđustu daga hefur veriđ í Feneyjum í brúđkaupi Jeff Bezos og Lauru Sánchez hefur ţví ţurft ađ vinna ađ málsvörn innan um hátíđarhöldin.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/06/27/margra_milljarda_kaupmali_thegar_undirritadur/

Samkvćmt heimildum Us Weekly fékk raunveruleikastjarnan og lögfrćđingurinn dómsskjöl send til sín til Feneyja sem hún svo skrifađi undir.

Frá ţví í fyrra hefur Kim notađ samfélagsmiđla til ađ vekja athygli á og reyna ađ hjálpa manni frá Texas ađ nafni Ivan Cantu sem var sakfelldur fyrir morđ áriđ 2001 og dćmdur til dauđa. Kim segist hafa vakiđ athygli á málinu til ađ reyna ađ fresta aftöku hans.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/06/26/orlando_bloom_kyssir_kim_kardashian/

Myndbirting olli áfallastreituröskun

Ţegar aftökudagur Cantu nálgađist birti Kim fćrslur tengdar málinu á Instagram-reikning sínum. Ein myndanna sem var birt var af alnafna Ivan Cantu, New York búa alls ótengdum málinu. Kim og teymi hennar gerđu sér grein fyrir mistökunum og tóku myndina niđur.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/05/23/kim_kardashian_utskrifud_ur_logfraedinami/

Í málsókn sinni heldur Ivan Cantu, sá sem höfđar mál gegn Kim, ţví fram ađ hann hafi orđiđ fyrir tilfinningalegu áfalli vegna fćrslunnar. Ţá heldur hann ţví fram ađ atvikiđ hafi valdiđ honum svefnleysi og áfallastreituröskun.

Ţá segir lögmađur Kim málsóknina vera „tilraun til ađ hagnast á mistökum sem áttu sér stađ í tengslum viđ, og sem bein afleiđing af, ţví ađ Kim nýtti sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn til tjáningarfrelsis.“

Cantu frá Texas hefur veriđ tekinn af lífi í fangelsi.

US Weekly

 

til baka