lau. 5. júlí 2025 08:00
Lorde gaf út glæran geisladisk á dögunum sem aðdáendur hennar geta ekki spilað.
Lorde gefur út glæra geisladiska sem virka ekki

Aðdáendur söngkonunnar Lorde segja að eintök af nýjasta geisladiski hennar virki ekki í geislaspilurum.

Lorde gaf út nýjan geisladisk nýverið sem nefnist Virgin. Aðdáandi Lorde sagði í viðtali við BBC að hann hefði pantað diskinn í forpöntun en fengið í hendurnar gegnsæjan geisladisk.

Þegar hann ætlaði að hlýða á nýju tóna Lorde og sett hann í hljómtækið sitt þá virkaði hann ekki.

Geisladiskar hafa alla jafna bæði prentaða hlið og gljáandi hlið sem endurvarpar leysigeislum sem geislaspilarar nota til að lesa gögnin sem þeir innihalda.

Finnst geisladiskurinn þó fallegur

Aðdáandinn segir að glæri geisladiskurinn sé þó fallegur. „Hann lítur virkilega vel út, ég er alveg til í að þetta sé fagurfræðilegt atriði,“ er haft eftir aðdáandanum sem deildi reynslu sinni á TikTok. Þá kom í ljós að fleiri voru að kljást við sama vandamál.

„Ég hugsaði með mér að ég myndi taka upp TikTok-myndband um þetta og það er nú komið með 200 þúsund áhorf,“ segir hann. „Þannig að ég hugsaði, kannski er þetta ekki bara að gerast fyrir mig.“

Einhverjir aðdáendur hafa getað fengið geisladiskinn til að virka. „Hann spilast í PlayStation-tölvunni minni, þannig að geisladiskurinn virkar,“ sagði einn af þeim heppnu.

„Ég kaupi ekki geisladiska til að horfa á þá, ég kaupi þá til að spila,“ segir annar aðdáandi. „Það er pirrandi að kaupa eitthvað sem að virkar ekki.“

Lorde gaf ekki út geisladisk fyrir plötu sína, Solar Power sem hún gaf út árið 2021, vegna umhverfissjónarmiða. Hún segir að geisladiskaeintökin af Virgin noti endurvinnanleg efni.

 

@silentchaoticsxo seems like they didn't account for this (: my new lorde transparent CD doesn't work in this stereo! seems like older models with older sensors won't play it. pretty disappointing, i know it was for an aesthetic but at least press it on normal CDs too :/ #lorde #music #cd ♬ What Was That - Lorde

 


 

til baka