fös. 4. júlí 2025 15:08
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri.
Fylgishrun hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg hrynur frá því í apríl samkvæmt nýrri könnun. Samfylkingin mælist nú með mesta fylgið.

Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem var gerð fyrir DV.

Samfylkingin mælist með 29,4% fylgi og bætir því við sig 4,1% fylgi frá því að Maskína gerði síðast könnun í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn tapar verulegu fylgi en nú mælist hann með 25,5%, þrátt fyrir að hafa mælst með 31,8% fylgi í apríl.

 

Vinstri græn bæta við sig

Viðreisn bætir lítillega við sig og mælist nú með 12,2% á sama tíma og Sósíalistar mælast með 6,6% fylgi.

Miðflokkurinn bætir við sig rúmlega prósentustigi og mælist nú með 6,4% fylgi en Vinstri græn bæta við sig hátt í þremur prósentustigum og mælast nú með 5,7% fylgi.

Píratar mælast með 5,8% fylgi á sama tíma og Flokkur fólksins mælist með 4,8% fylgi. Framsókn mælist með 3,8% fylgi.

Samkvæmt könnuninni myndi meirihlutinn rétt svo halda velli með 12 borgarfulltrúa af 23.

til baka