Parísarhjólið hefur verið reist á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn á ný, eins og sést hér á myndum sem teknar voru í morgun.
Þrátt fyrir að hjólið hafi ekki notið mikilla vinsælda á meðal landans á síðasta ári hefur borgin ákveðið að reisa það á ný vegna góðrar reynslu síðasta sumar.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/06/28/parisarhjolid_ovinsaelt_medal_landsmanna/
Parísarhjólið var upphaflega hugsað sem tilraunaverkefni sumarsins 2024 en mikill áhugi var á verkefninu í fyrra samkvæmt Reykjavíkurborg.
Parísarhjólið var hugsað sem spennandi viðbót við fjölbreytt borgarlíf og skemmtilegt framhald á uppbyggingu í miðbænum.
Taylor's Tivoli Iceland ehf. mun sjá um reksturinn en þeir sáu einnig um reksturinn síðasta sumar. Taylor's Tivoli Iceland ehf. greiðir 650 þúsund krónur á mánuði fyrir afnot af lóðinni og skuldbindur sig til að hafa parísarhjólið opið almenningi án endurgjalds á Menningarnótt.