fös. 4. júlí 2025 22:00
„Það eru hjólför niður hlíðina“

Þórólfur Hilbert Jóhannesson, segist ekki fá það skilið hvers vegna sérfræðingur lögreglu árið 2022 breytti afstöðuteikningu frá vettvangi bílslyss árið 1973 en Kristinn Haukur, hálfbróðir Þórólfs, fannst látinn á ætluðum slysstað í Óshlíð milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.

Lögregla fól sérfræðingi að yfirfara gögn málsins þegar það var tekið upp fyr­ir til­stuðlan fjöl­skyldu Krist­ins en því var lokað á ný árið 2023.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/03/heldur_thvi_fram_ad_hann_hafi_ordid_undir_bilnum/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/storfurduleg_framkoma_og_vinnubrogd_logreglu/

Af hverju er afstöðuteikningunni breytt?

Þórólfur, sem barist hefur fyrir því í fjögur ár að mál hálfbróður síns verði rannsakað til hlítar, segir í Dagmálum að sérfræðingur lögreglu hafi teiknað hliðarskrið inn á upphaflegu afstöðuteikninguna.

„Það sem ég er kannski ósáttur við eru vinnubrögð lögreglunnar. Ég fæ þetta ekki alveg skilið. Mér finnst að lögreglan þurfi að útskýra af hverju afstöðuteikningunni er, að því er virðist, bara breytt?

Hvað á það að sýna og ef bíllinn er að renna þetta hliðarskrið eins og afturendinn sé að fara út af fyrst – það gengur ekki upp vegna þess að það stendur í skýrslu lögreglumannsins frá 1973 að það séu hjólför niður hlíðina.

Það er algjörlega horft fram hjá því í öllu þessu máli að það eru hjólför niður hlíðina. Mér þætti ofboðslega vænt um að vita af hverju lögreglan horfir fram hjá þessari staðreynd.“

 

Þórólf­ur ræðir málið í Dag­mál­um ásamt Snorra S. Kon­ráðssyni bif­véla­virkja­meist­ara, sem rann­sakað hef­ur gögn máls­ins, greint vett­vang slyss­ins, ástand og til­urð skemmda á öku­tæk­inu eft­ir slys ásamt hreyf­ingu fólks i fram­sæti öku­tæk­is­ins þegar það varð fyr­ir veru­leg­um skemmd­um en Snorri starfaði um ára­bil við slík­ar grein­ing­ar fyr­ir lög­reglu.

Brot úr þætt­in­um má sjá í ­spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Áskrif­end­ur geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/thjodmalin/259602/

til baka