Aðalsteinn Kjartansson aðstoðarritstjóri Heimildarinnar hefur sett glæsilega eign á Langholtsvegi á sölu.
Um ræðir 168,5 fermetra hæð og ris ásamt bílskúr í tvíbýli við Langholtsveg. Húsið er byggt 1957 og stendur í grónu og fallegu umhverfi á vinsælum stað í Reykjavík. Garðurinn eru rúmir 620 fermetrar.
Á aðalhæðinni er eldhús með fallegri hvítri innréttingu og góðu vinnuplássi. Innbyggður ísskápur, frystir og uppþvottavél fylgja. Á hæðinni er einnig borðstofa og setustofa, sem eru sérlega bjartar, og tvö herbergi. Inn af barnaherbergi er þvottahús.
Í risi eru tvö herbergi undir súð og skemmtilegt alrými á milli þeirra, sem hægt er að nota sem leik- eða sjónvarpsrými.
Bílskúrinn er 41,1 fermetri og býður upp á ýmsa möguleika. Í honum eru góð birtuskilyrði og var hann áður nýttur sem íbúð.