K100 heldur áfram ferðalagi sínu um landið í sumarverkefninu Við elskum Ísland og næsti áfangastaður er Akureyri, sem oft hefur verið kölluð höfuðborg norðursins, en um helgina verður Pollamótið haldið með pompi og prakt.
Í dag verður bein útsending frá Þórsvellinum á Akureyri þar sem gleðin nær nýjum hæðum.
Jón Axel, Regína Ósk og Ásgeir Páll í þættinum Skemmtilegri leiðinni heim ætla að taka púlsinn á Pollamótinu, frá 16:00-18:00, hvort sem fólk er statt á Akureyri eða leggja við hlustir að heiman. Auk þess að hitta gesti og gangandi njóta þau alls þess sem Akureyri hefur upp á að bjóða.
Veðurspáin lofar góðu fyrir norðan um helgina og vonandi mun sólin ekki láta sig vanta.
Gjafabréf sem gleðja
Alla vikuna í aðdraganda heimsóknarinnar til Akureyrar hefur K100 verið með veglega gjafaleiki þar sem hlustendur gátu unnið til glæsilegra vinninga frá fjölmörgum fyrirtækjum til að gera sér glaðan dag:
- Partýland Akureyri – Fyrir þá sem vilja halda góð partý, því veisla án skrauts er bara fundur.
- Múlaberg Bistro&Bar – Múlaberg býður upp á ljúffenga rétti og drykki ásamt einstakri stemningu í hjarta bæjarins.
- AbacoDerma – Sem býður upp á lúxusdekur og snyrtimeðferðir sem stuðla að vellíðan og náttúrulegri fegurð.
- Glerártorg – Stærsta verslunarmiðstöð utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem gestir finna fjölbreytt úrval verslana og þjónustu.
- Elko - Býður upp á raftæki fyrir allar þarfir heimilisins.
- Imperial fataverslun – Verslun sem býður upp á stílhrein föt fyrir öll tilefni.
- Sykurverk – Þar sem fólk fer til að njóta og bakkelsi verður að list.
- Terian brasserie – Gestir fá að njóta vandaðrar matargerðar í hlýlegu umhverfi.
Fylgstu með ferðalagi K100 í beinni útsendingu frá Akureyri á föstudag – bæði í útvarpinu og á samfélagsmiðlum K100 Ísland á Facebook og Instagram.